Ýmsir tenglar:

Árshátíð - afmælishátíð 17. nóvember

Fimmtudagur 4. október 2018

Þann 17. nóvember næstkomandi verður blásið til hátíðar í tilefni af 90 ára afmæli Glaðs og um leið verður þetta árshátíð vestlenskra hestamanna.

 

Undirbúningur er kominn á fullan skrið og það sem nú þegar er búið að ákveða er, auk dagsetningarinnar þetta:

 

Hátíðin verður nánar auglýst mjög fljótlega en nú er um að gera að taka strax daginn (og nóttina) frá!

Riðið til hátíðarmessu

Sunnudagur 19. ágúst 2018

Í dag var riðið til hátíðarmessu í Hjarðarholtskirkju í tilefni af 90 ára afmæli félagsins. Við fengum blíðskaparveður eins og sjá má á þessu myndbandi sem Sigurður Sigurbjörnsson tók með dróna.

 

Messað var í Hjarðarholti þar sem séra Anna Eiríksdóttir, sóknarprestur stjórnaði hressilegri og ánægjulegri athöfn. Kirkjukór Dalaprestakalls söng undir stjórn og undirleik Halldórs Þorgils Þórðarsonar og Gissur Páll Gissurarson söng einsöng. Að athöfninni lokinni var drukkið kaffi í safnaðarheimilinu þar sem veitingar voru í sóknarnefndarliða og Glaðsfélaga.

 

Við viljum þakka öllum sem hlut áttu að máli.

 

 

 

Messa fyrir hestamenn og aðra 19. ágúst

Miðvikudagur 8. ágúst 2018

Í tilefni 90 ára afmælis hestamannafélagsins Glaðs á þessu ári verður haldin sérstök hátíðarmessa í Hjarðarholti sunnudaginn 19. ágúst kl. 14:00. Hestamenn munu fara ríðandi til messu úr hesthúsahverfinu í Búðardal. Allir sem geta eru hvattir til að vera í félagsbúningi Glaðs en það er þó alls ekki skilyrði.

 

Að messu lokinni drekk um við kaffi saman í safnaðarheimilinu. Bændur í Hjarðarholti ætla góðfúslega að láta okkur í té hólf undir hrossin á meðan á messu og kaffi stendur.

 

Þessi atburður er skipulagður í samstarfi Glaðs og sóknarprests og sóknarnefndar Hjarðarholtskirkju.

 

Að sjálfsögðu eru allir velkomnir og vonumst við eftir að sjá sem flesta!

Ævintýranámskeið fyrir vana knapa

Mánudagur 16. júlí 2018

Glaður ætlar að bjóða upp á ævintýranámskeið fyrir vön börn dagana 23. júlí - 25. júlí. Um er að ræða þriggja daga námskeið en það er í formi hestaferðar sem verður farin úr Búðardal og endað inn í Haukadal. Þetta verða langir reiðtúrar fyrir vana knapa (2-3 tímar í reiðtúr með stoppi og heildartími á dag er um 3-4 tímar með undirbúningi og frágangi).

 

Á þessu námskeiði leggjum við áherslu á útreiðar og læra krakkarnir hvernig ber að hirða hestinn á ferðalögum. Tvo daga taka börnin með sér nesti sem við borðum saman í náttúrunni í miðjum reiðtúr og einn daginn endum við á sameiginlegri grillveislu sem er innifalin. Einungis vön börn geta sótt þetta námskeið, ekki er um fetreið að ræða nema að litlu leiti. Foreldrar eru velkomnir með.

 

Umsjónarmenn á námskeiðinu eru Svala Svavarsdóttir og Björk Guðbjörnsdóttir og skráning fer fram hjá þeim í gegnum messenger á facebook eða hjá Svölu í síma 861 4466 (Björk er erlendis).


Vinsamlegast skráið börnin í síðasta lagi föstudaginn 20. júlí.

Að auki er svo stefnt að útreiðadegi fyrir öll börn síðsumars þar sem verður riðið í nágrenni Búðardals og hver og einn getur farið á sínum hraða.

Niðurstöður Hestaþings komnar

Sunnudagur 24. júní 2018

Nú hafa allar niðurstöður frá móti gærdagsins verið birtar á mótasíðunni okkar.

Rásraðir á Hestaþingi

Fimmtudagur 21. júní 2018

Tölt - opinn flokkur:

1. holl: Laufey Fríða Þórarinsdóttir í Glað og Stefán frá Hvítadal 2

1. holl: Klara Sveinbjörnsdóttir í Borgfirðingi og Gola frá Þingnesi

2. holl: Svandís Lilja Stefánsdóttir í Dreyra og Brjánn frá Eystra-Súlunesi I

2. holl: Ámundi Sigurðsson í Borgfirðingi og Hrafn frá Smáratúni

3. holl: Heiðrún Sandra Grettisdóttir í Glað og Ögn frá Hofakri

3. holl: Arna Hrönn Ámundadóttir í Borgfirðingi og Spuni frá Miklagarði

4. holl: Þórdís Fjeldsteð í Borgfirðingi og Kjarkur frá Borgarnesi

4. holl: Eydís Anna Kristófersdóttir í Þyt og Sjöfn frá Skefilsstöðum

5. holl: Laufey Fríða Þórarinsdóttir í Glað og Skutla frá Hvítadal 2

5. holl: Ágústa Rut Haraldsdóttir í Glað og Ágústínus frá Sauðafelli

 

Barnaflokkur:

 1. Dagbjört Jóna Tryggvadóttir í Þyt og Freyja frá Brú
 2. Eysteinn Fannar Eyþórsson í Glað og Sómi frá Spágilsstöðum
 3. Daníel Freyr Skjaldarson í Glað og Gjósta frá Búðardal
 4. Katrín Einarsdóttir í Glað og Hnáta frá Stóra-Vatnshorni
 5. Gróa Margrét Viðarsdóttir í Glað og Askur frá Spágilsstöðum
 6. Alexander Örn Skjaldarson í Glað og Fjöl frá Búðardal
 7. Þórunn Ólafsdóttir í Glað og Dregill frá Magnússkógum

 

Unglingaflokkur:

 1. Arna Hrönn Ámundadóttir í Borgfirðingi og Spuni frá Miklagarði
 2. Arndís Ólafsdóttir í Glað og Hvinur frá Magnússkógum

 

Ungmennaflokkur - fyrri hluti:

 1. Laufey Fríða Þórarinsdóttir í Glað og Stefán frá Hvítadal 2

 

B-flokkur gæðinga:

 1. Keimur frá Kanastöðum og Heiðrún Sandra Grettisdóttir fyrir Glað
 2. Álfadís frá Magnússkógum og Arndís Ólafsdóttir fyrir Glað
 3. Hrafn frá Smáratúni og Ámundi Sigurðsson fyrir Borgfirðing
 4. Sjöfn frá Skefilsstöðum og Eydís Anna Kristófersdóttir fyrir Þyt
 5. Kjarkur frá Borgarnesi og Þórdís Fjeldsteð fyrir Borgfirðing
 6. Bubbi frá Breiðabólsstað og Ágústa Rut Haraldsdóttir fyrir Glað

 

Ungmennaflokkur - seinni hluti:

 1. Laufey Fríða Þórarinsdóttir í Glað og Skutla frá Hvítadal 2

 

A-flokkur gæðinga:

 1. Seifur frá Miklagarði og Ámundi Sigurðsson fyrir Glað
 2. Ögn frá Hofakri og Heiðrún Sandra Grettisdóttir fyrir Glað
 3. Gola frá Þingnesi og Klara Sveinbjörnsdóttir fyrir Borgfirðing
 4. Yrsa frá Ketilhúshaga og Þórdís Fjeldsteð fyrir Borgfirðing
 5. Prins frá Skipanesi og Svandís Lilja Stefánsdóttir fyrir Dreyra
 6. Tilvera frá Syðstu-Fossum og Arna Hrönn Ámundadóttir fyrir Borgfirðing
 7. Ágústínus frá Sauðafelli og Ágústa Rut Haraldsdóttir fyrir Glað

Breytt dagskrá Hestaþings

Fimmtudagur 21. júní 2018

Þátttakan í Hestaþinginu okkar er ekki nægjanleg til að halda það á tveimur dögum. Mótið fer því allt fram á einum degi, laugardeginum 23. júní og uppfærð dagskrá verður sem hér segir:

 

Kl. 10:00 Forkeppni

 1. Tölt T3 opinn flokkur
 2. Barnaflokkur
 3. Unglingaflokkur
 4. Ungmennaflokkur
 5. B-flokkur gæðinga
 6. A-flokkur gæðinga

Matarhlé

Úrslit:

 1. Tölt
 2. Barnaflokkur
 3. B-flokkur
 4. Unglingaflokkur
 5. Ungmennaflokkur
 6. A-flokkur

 

Auglýst kvölddagskrá fellur niður en ekki hefur verið ákveðið hvort við verðum með kappreiðar í mótslok, það fer eftir hugsanlegri þátttöku.

Hestaþing Glaðs 23.-24. júní

Fimmtudagur 14. júní 2018

Hestaþing Glaðs verður haldið á reiðvellinum í Búðardal dagana 23. - 24. júní næstkomandi. Mótið er opið öllum félögum í hestamannafélögum.

 

Dagskrá:

Laugardagur 23. júní

Kl. 10:00 Forkeppni

1. Tölt (T3) opinn flokkur

2. Barnaflokkur

10 mínútna hlé

3. Unglingaflokkur

4. Ungmennaflokkur

MATARHLÉ

5. B-flokkur gæðinga

15 mínútna hlé

6. A-flokkur gæðinga

Hlé til kl. 20:00

Kl. 20:00 Kvölddagskrá:

1. Ræktunarbússýningar

2. Kappreiðar og flugskeið

250 m skeið

250 m brokk

250 m stökk

100 m skeið (flugskeið)

3. Úrslit í tölti

Sunnudagur 24. júní

Kl. 13:00 Úrslit

1. Barnaflokkur

2. B-flokkur gæðinga

10 mínútna hlé

3. Unglingaflokkur

4. Ungmennaflokkur

10 mínútna hlé

5. A-flokkur gæðinga

 

Athugið að öll dagskráin er háð þátttöku í hverjum dagskrárlið og auglýst hér með fyrirvara um breytingar.

 

Bendum á að Dalakot verður með pizzahlaðborð í hádegishléinu á laugardeginum.

 

Skráning:

Skráningar fara fram með skráningakerfi SportFengs, slóðin er http://skraning.sportfengur.com. Ganga þarf frá greiðslu skráningagjalda með innlögn á bankareikning en þær upplýsingar koma fram í lok skráningarferlisins.

 

Skráningargjald er kr. 1.500 í barnaflokk og unglingaflokk, kr. 2.500 í ungmennaflokk, B-flokk, A-flokk og tölt og kr. 1.000 í skeið og kappreiðar. Skráð verður á staðnum í kappreiðarnar en skráningar í gæðingakeppni, tölt og 100 m skeið þurfa að berast fyrir kl. 20:00 að kvöldi miðvikudagsins 20. júní. Sami tímafrestur gildir um greiðslu skráningagjalda í þessar greinar.


Ef þið hafið einhverjar fyrirspurnir varðandi skráningu þá getið þið haft samband við:
Svölu í síma 861 4466 eða með netfangi budardalur@simnet.is

Þórð í síma 893 1125 eða með netfangi thoing@centrum.is

 

Ráslistar verða birtir hér á vef Glaðs föstudaginn 22. júní.

Úrtakan klár

Sunnudagur 10. júní 2018

Úrtökumótið okkar var sameiginlegt með Dreyra og fór fram á Æðarodda í gær og í dag. Við þökkum Dreyrafélögum kærlega fyrir ánægjulegt samstarf.

 

Niðurstöður úrtökumótsins eru komnar inn á mótasíðu Glaðs en þessir keppendur hafa unnið sér inn þátttökurétt á Landsmóti 2018 fyrir Glað:

 

 

Hér verður einnig að geta þess að þær systur Þórunn og Arndís kepptu í úrslitum eftir fyrri umferðina í gær og unnu þær báðar sín úrslit.

 

 


Fara efst á síðu

(..)

 

 

 

Hestamannafélagið Glaður, Stóra-Vatnshorni, 371 Búðardal. Tölvupóstur: Formaður | Vefstjóri