Fundargerðir:

Fundargerðir

Aðalfundur 19. apríl 2022

Endurritað úr fundargerðarbók Glaðs á ábyrgð ritara:

 

Aðalfundur í Hestamannafélginu Glað haldin í Dalabúð í Búðardal þann 19. apríl 2022.

Á fundinn eru mættir 11 félagar.

 

1. Valberg formaður félagsins setti fundinn og bauð fólk velkomið, kosning starfsmanna á fundinum og var stungið upp á Valberg sem fundarstjóra og Vilberg sem ritara og var það samþykkt.

 

2. Skýrsla stjórnar:  Síðasti aðalfundur var 9. júní 2021,  það voru haldin 2 mót á tímabilinu, hestaþing 12. júní og  töltmót 12. mars.  Auk þess tókum við þátt í að halda fjórðungsmót í Borgarnesi 8.-11. júlí.  Í framkvæmdanefnd þess fyrir Glað voru Eyþór Gíslason sem jafnframt var mótstjóri og Valberg Sigfússon.  Fleiri Glaðsfélagar unnu auk þess á mótinu.  Allt var þetta unnið í sjálfboðavinnu. FM tókst að okkar mati prýðilega í flesta staði og skilaði meira að segja talsverðum hagnaði. Þrígangsmóti var aflýst (covid) sem og vetraleikum á reiðvellinum (engin þátttaka)

Námskeið: 
Reiðnámskeið á Skáney sem frestað var síðasta vetur var haldið 25.-27. júní.  Nú er aftur  uppi sama staða með það en við neyddumst til að hætta við í febrúar en eigum möguleika á að fara í sumar.  Linda  Rún Pétursdóttir var með þriggja helga námskeið í vetur sem var afar vel sótt.  Fræðslunefnd gaf ekki út plan fyrir veturinn og sumarið að þessu sinni og ekkert hefur verið ákveðið um framhaldið en án efa verður eitthvað á döfinni.

Reiðvegamál:  Byrjað á nýjum reiðvegi (Hesthúsahring). Mun taka nokkur ár m.v. það fjármagn sem er til ráðstöfunar á hverju ári.
Stjórnarfundir voru 3 á árinu.
Félagar eru 174, hættir 10 en nýir 6.

Formaður  sótti fleiri fundi, s.s. með formönnum hestamanna félaganna á Vesturlandi og með stjórn LH nú í apríl.

Framundan: Íþróttamót varla haldið en við reynum að halda Hestaþing skv. plani.
Áfram með reiðveginn, búið að úthluta reiðvegafé.
UDN þing í byrjun júní komið að Glað að halda það.
Landsmót.
Skemmtiferð kannski í bígerð.
Reiðhöllin, vatns- og fráveita kemur á árinu , stefnum á framkvæmdir þar gólf, Wc hús.

 

3. Farið yfir reikninga. Gjaldkeri fór yfir reikninga félagsins. Á rekstrarreikningi eru gjöld 4.699.445 og tekjur 5.126.732   Rekstrarniðurstaða fyrir afskriftir 427.287 Afskriftir eru 242.526 og er því rekstraniðurstaðan 184.761.

Á efnahagsreikningi er eigið fé 16.590.205 og skuldir og eigið fé 16.590.205
 

4. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga.  Þar kom fram að lottótekjur höfðu ekki borist fyrir 2021 en þær koma þá inn fyrir árið 2022 og koma því ekki fram fyrir árið 2021.  Þórður fór yfir reikningana en Bryndís forfallaðist.

 

5. Reikningar bornir upp og samþykktir samhljóða.

 

6. Kosningar skv. 6 grein laga félagsins.

Kjósa þarf ritara og gjaldkera.
Svana stingur uppá Sjöfn Sæmunds sem ritara og var það samþykkt samhljóða.
Valberg stingur uppá Þórði Ingólfssyni sem gjaldkera og var það samþykkt samhljóða.
Skoðunarmaður reikninga: Stungið var upp á Vilberg Þráinssyni til 1 árs og Bryndísi Karlsdóttir til 2 ára  og var það samþykkt samhljóða.
Vara ritari stungið uppá Margréti í Miklagarði og var það samþykkt samhljóða.
Vara gjaldkeri Gyða kosin áfram og var það samþykkt samhljóða.
Fulltrúa á sambandsþing UDN er það í umboði stjórnar.
LH þing Valberg Sigfússon, Svanhvít Gísladóttir og Sjöfn Sæmundsdóttir

 

7. Kosning nefnda skv. tillögu stjórnar eða aðalfundar.

Nesoddafulltrúar eru Valberg og Skjöldur Orri

 

Fræðslunefnd                              


Fanney Þóra Gísladóttir

Carolin A Baare

Þórey Björk Þórisdóttir

Valberg Sigfússon
Rebekka

Styrmir Sæmundsson

 

Mótanefnd


Sjöfn Sæmundóttir

Signý Hólm Friðjónsdóttir

Laufey Fríða Þórarinsdóttir

Vilberg Þráinsson

 

Reiðveganefnd


Valberg Sigfússon,

Skjöldur Orri Skjaldarson

Þórarinn Birgir Þórarinsson

 

Skemmtinefnd


Gyða Lúðvíksdóttir

 

Tölvu og tækninefnd

Þórður Ingólfsson

Dóróthea S. Unnsteindóttir

Viðar Þór Ólafsson

 

8. Ákvörðun árgjalds:

6.500 kr fyrir fullorðna og 2.500 kr fyrir börn.
Samþykkt samhljóða

 

9. Önnur mál:

Reiðvegamál, bar þar á góma að það þyrfti að laga reiðvegin niður í fjöru og klára hringinn í hesthúsahverfinu.

 

Fundið slitið  21:20


Vilberg Þráinsson

 

 

Fara efst á síðu

Hestamannafélagið Glaður, Stóra-Vatnshorni, 371 Búðardal. Tölvupóstur: Formaður | Vefstjóri