Ýmsir tenglar:

Múlahnýtinganámskeið?

Miðvikudagur 19. október 2016

Er áhugi á múlahnýtinganámskeiði í Dölum? Inga Heiða og Signý eru að kanna það og eru þegar komnar með nokkra áhugasama á lista. Þetta gæti sennilega orðið í byrjun nóvember. Þeir sem hefðu áhuga ættu að hafa samband við þær:
Inga Heiða ingheida@hotmail.com

Signý Hólm lypurta_vinur@hotmail.com  

 

Sjá nánari upplýsingar hér:
https://www.facebook.com/groups/193510867428542/permalink/1016903155089305/

Árshátíð vestlenskra hestamanna 19. nóvember

Þriðjudagur 4. október 2016Árshátíð 2016 í Glym

Árshátíð hestamanna á Vesturlandi verður haldin á vegum Dreyra þann 19. nóvember næstkomandi á hinum margrómaða sælustað, Hótel Glym í Hvalfirði.

 

Allar nánari upplýsingar eru í auglýsingunni, smellið á myndina hér til hliðar.

 

 

 

 

Bikarmót Vesturlands í Borgarnesi

Fimmtudagur 4. ágúst 2016

Þá er komið að Bikarmóti Vesturlands og að þessu sinni er það haldið í Borgarnesi helgina 13.-14. ágúst, n.k. Ef skráningar eru fáar verður mótið klárað á laugardegi. Þetta er mót sem er opið fyrir félagsmenn vestlenskra hestamannafélaga og er stigamót þannig að efstu þrír í hverri grein telja til stiga fyrir félag sitt (árangur í forkeppni gildir). Áskilinn er réttur til að fella niður grein ef færri en 3 skrá sig til leiks.

 

Keppnisgreinar eru:
Barnaflokkur: Fjórgangur V2 og tölt T3.
Unglingaflokkur: Fjórgangur V2 – Tölt T3 – Fimmgangur F2
Ungmennaflokkur: Fjórgangur V2 – Tölt T3 – Tölt T4 – Fimmgangur F2 – Gæðingaskeið PP1
Opinn flokkur: Fjórgangur V2 – Tölt T3 – Tölt T4 - Fimmgangur F2 – Gæðingaskeið PP1 – 100 m. skeið.

 

Skráningar fara fram í gegn um SportFeng líkt og áður. Mótshaldari er Skuggi.
Skráningargjöld eru: Barna – og unglingaflokkur, kr. 2.000 – pr. skráningu. Ungmenna – og opinn flokkur kr. 3.000.- pr. skráningu.
Skráningu lýkur um miðnætti miðvikudaginn 10. ágúst. Netfang og símanúmer fyrir aðstoð er kristgis@simnet.is og 898 4569.

 

Hestamannafélagið Skuggi væntir þess að sem allra flestir sjái sér fært að koma í Borgarnes og keppa fyrir félag sitt.

Hestaþingið klárt

Sunnudagur 19. júní 2016

Niðurstöður Hestaþingsins eru komnar inn á mótasíðuna.

Rásraðir á hestaþingi 18. júní

Fimmtudagur 16. júní 2016

Tölt T3 - opinn flokkur:

1. holl: Guðmundur Margeir Skúlason og Kliður frá Steinum

1. holl: Ámundi Sigurðsson og Spuni frá Miklagarði

2. holl: Sigrún Ólafsdóttir og Gangskör frá Hallkelsstaðahlíð

2. holl: Magnús Þór Guðmundsson og Drífandi frá Búðardal

3. holl: Skúli L. Skúlason og Bára frá Lambastöðum

3. holl: Laufey Fríða Þórarinsdóttir og Skutla frá Hvítadal

4. holl: Guðmundur Margeir Skúlason og Ósk frá Miðhrauni 2

4. holl: Arna Hrönn Ámundadóttir og Hrafn frá Smáratúni

 

Barnaflokkur:

 1. Fjóla Rún Sölvadóttir og Bliki frá Dalsmynni
 2. Dagbjört Jóna Tryggvadóttir og Dropi frá Hvoli
 3. Arndís Ólafsdóttir og Álfadís frá Magnússkógum
 4. Aron Mímir Einarsson og Sleipnir frá Hróðnýjarstöðum
 5. Kolbrún Katla Halldórsdóttir og Sindri frá Keldudal
 6. Fjóla Rún Sölvadóttir og Fjöður frá Ólafsvík

 

Unglingaflokkur:

 1. Laufey Fríða Þórarinsdóttir og Skutla frá Hvítadal
 2. Inga Dís Víkingsdótti og Melódía frá Sauðárkróki
 3. Magnús Þór Guðmundsson og Kvistur frá Skálmholti
 4. Arna Hrönn Ámundadóttir og Hrafn frá Smáratúni
 5. Róbert Vikar Víkingsson og Sleipnir frá Söðulsholti
 6. Laufey Fríða Þórarinsdóttir og Stefán frá Hvítadal

 

Ungmennaflokkur:

 1. Majbrit Maag Sahlholt Lauritsenog Baltasar frá Hallkelsstaðahlíð
 2. Kristín Þórarinsdóttir og Megan frá Litlu-Tungu 2

 

B-flokkur gæðinga:

 1. Hylur frá Bringu og Ámundi Sigurðsson
 2. Blómi frá Barkarstöðum og Ágústa Rut Haraldsdóttir
 3. Stirnir frá Leirum og Svanhvít Gísladóttir
 4. Krapi frá Steinum og Guðmundur Margeir Skúlason
 5. Þór frá Miklagarði og Ámundi Sigurðsson
 6. Ábóti frá Söðulsholti og Iðunn Svansdóttir
 7. Næk frá Miklagarði og Inga Heiða Halldórsdóttir
 8. Hvinur frá Magnússkógum og Björk Guðbjörnsdóttir
 9. Maísól frá Miklagarði og Ámundi Sigurðsson
 10. Álfadís frá Magnússkógum og Arndís Ólafsdóttir
 11. Tvífari frá Sauðafelli og Ágústa Rut Haraldsdóttir
 12. Þorri frá Lindarholti og Svanhvít Gísladóttir
 13. Kátur frá Hallkelsstaðahlíð og Guðmundur Margeir Skúlason
 14. Spuni frá Miklagarði og Ámundi Sigurðsson

 

A-flokkur gæðinga:

 1. Þróttur frá Lindarholti og Sjöfn Sæmundsdóttir
 2. Gná frá Borgarnesi og Halldór Sigurkarlsson
 3. Ágústínus frá Sauðafelli og Ágústa Rut Haraldsdóttir
 4. Lukka frá Lindarholti og Svanhvít Gísladóttir
 5. Óðinn frá Lambastöðum og Guðmundur Margeir Skúlason
 6. Brennir frá Votmúla 1 og Ámundi Sigurðsson

Hestaþingið á einum degi

Fimmtudagur 16. júní 2016

Þátttaka í Hestaþinginu er í minna lagi og þess vegna hefur verið ákveðið að keyra allt mótið á einum degi. Mótið hefst með forkeppni kl. 10:00 eins og áður hafði verið auglýst en öll forkeppnin verður kláruð með bara stuttum hléum. Að lokinni forkeppni í öllum greinum (í áður auglýstri röð) verður svo gert gott hlé til kl. 18:30 og þá hefjast úrslit. Þau fara fram í þessari röð: Tölt, Barnaflokkur, stutt hlé, B-flokkur, unglingaflokkur, ungmennaflokkur (hugsanlega unglingar og ungmenni saman) og A-flokkur. Áður auglýstri kvölddagskrá verður sleppt.

 

Rásraðir verða birtar hér seint í kvöld eða í fyrramálið.

Keppendur Glaðs á Landsmóti

Mánudagur 13. júní 2016

Þá er ljóst hverjir fara á Landsmót í ár og keppa fyrir Glað en það eru þessir keppendur:

 

Barnaflokkur:

Arndís Ólafsdóttir og Álfadís frá Magnússkógum

 

Unglingaflokkur:

Laufey Fríða Þórarinsdóttir og Skutla frá Hvítadal

Vara: Laufey Fríða Þórarinsdóttir og Stefán frá Hvítadal

 

Ungmennaflokkur:

Kristín Þórarinsdóttir og Megan frá Litlu-Tungu 2

 

B-flokkur gæðinga:

Dóri frá Fremri-Gufudal, knapi Styrmir Sæmundsson

 

A-flokkur gæðinga:

Þórdís frá Hvammsvík, knapi Styrmir Sæmundsson

Halla frá Fremri-Gufudal, knapi Styrmir Sæmundsson

Hestaþing Glaðs 18. - 19. júní

Þriðjudagur 7. júní 2016

Hestaþing Glaðs verður haldið á reiðvellinum í Búðardal dagana 18. - 19. júní næstkomandi. Mótið er opið öllum félögum í hestamannafélögum.

 

Dagskrá:

Laugardagur 18. júní

Kl. 10:00 Forkeppni

1. Tölt (T3) opinn flokkur

2. Barnaflokkur

10 mínútna hlé

3. Unglingaflokkur

4. Ungmennaflokkur

MATARHLÉ

5. B-flokkur gæðinga

15 mínútna hlé

6. A-flokkur gæðinga

Hlé til kl. 20:00

Kl. 20:00 Kvölddagskrá:

1. Ræktunarbússýningar

2. Kappreiðar og flugskeið

250 m skeið

250 m brokk

250 m stökk

100 m skeið (flugskeið)

3. Úrslit í tölti

Sunnudagur 19. júní

Kl. 13:00 Úrslit

1. Barnaflokkur

2. B-flokkur gæðinga

10 mínútna hlé

3. Unglingaflokkur

4. Ungmennaflokkur

10 mínútna hlé

5. A-flokkur gæðinga

 

Athugið að öll dagskráin er háð þátttöku í hverjum flokki og auglýst hér með fyrirvara um breytingar.

 

Skráning:

Skráningar fara fram með skráningakerfi SportFengs, slóðin er http://skraning.sportfengur.com. Ganga þarf frá greiðslu skráningagjalda með innlögn á bankareikning en þær upplýsingar koma fram í lok skráningarferlisins.

 

Skráningargjald er kr. 1.500 í barnaflokk og unglingaflokk en kr. 2.500 í allt annað. Skráð verður á staðnum í kappreiðarnar en skráningar í gæðingakeppni, tölt og 100 m skeið þurfa að berast fyrir kl. 20:00 að kvöldi miðvikudagsins 15. júní. Sami tímafrestur gildir um greiðslu skráningagjalda í þessar greinar.


Ef þið hafið einhverjar fyrirspurnir varðandi skráningu þá getið þið haft samband við:
Svölu í síma 861 4466 eða með netfangi budardalur@simnet.is

Þórð í síma 893 1125 eða með netfangi thoing@centrum.is

 

Ráslistar verða birtir hér á vef Glaðs föstudaginn 17. júní.

 

 

Fara efst á síðu

(..)

 

 

 

Hestamannafélagið Glaður, Sunnubraut 7, 370 Búðardal. Tölvupóstur: Formaður | Vefstjóri