Ýmsir tenglar:

Æskulýðsdagur Vesturlands 21. maí

Miðvikudagur 18. maí 2016

Laugadaginn 21. maí næstkomandi standa hestamannafélögin á Vesturlandi fyrir kynningardegi á hestinum og hestamennsku, þar sem börn og unglingar koma saman og sýna okkur nokkur skemmtileg atriði. Sýningin hefst klukkan 14:00 í reiðhöllinni Faxaborg í Borgarnesi.

 

Smellið á myndina fyrir nánari upplýsingar.

 

 

 

 

Sjálfboðaliðar á LM 2016 - umsóknarfrestur 15. maí

Fimmtudagur 5. maí 2016

Landsmót hestamanna hafa í áranna rás verið borin uppi af óeigingjörnu framlagi sjálfboðaliða úr hestamannafélögum landsins. Sami eldmóður og hugsjón einkenna starfið í dag og í upphafi og margir sjálfboðaliðar gefa vinnu sína ár eftir ár. Gífurlegur undirbúningur liggur í að skipuleggja Landsmót og til að mæta kröfum nútímans um aðbúnað og skipulag reisum við heilt þorp fyrir allt að 15.000 manns. Framlag sjálfboðaliða er því gríðarlega mikilvægt og skiptir höfuðmáli til að gera umgjörð mótsins sem glæsilegasta.

 

Sjálfboðaliðar sem taka þátt í Landsmóti vinna a.m.k. þrjár vaktir á meðan á mótinu stendur. Þeir sem eru áhugasamir geta þó að sjálfsögðu tekið að sér fleiri vaktir því verkefnin eru næg. Hver vakt varir í 6 klukkustundir og er sjálfboðaliðum skipt niður í hópa sem fá síðan úthlutað ákveðið ábyrgðarsvið eða verkefni.

 

Nánari upplýsingar um sjálfboðaliðastarfið má finna hér

Til að sækja um þarf að fylla út umsókn og senda góða andlitsmynd með umsókninni á johanna@landsmot.is.

 

Umsóknarfrestur er tl 15. maí 2016.

Stóðhestar á vegum HrossVest í sumar

Sunnudagur 1. maí 2016

Hér eru auglýstir stóðhestar á vegum Hrossaræktarsambands Vesturlands sumarið 2016, smellið á myndina:

Rásraðir á íþróttamótinu

Föstudagur 29. apríl 2016

Búið er að fella niður 2. flokk í tölti vegna lítillar þátttöku þar en þeir sem höfðu skráð sig í 2. flokk hafa verið sameinaðir þeim sem skráðu sig í 1. flokk svo við erum bara með einn opinn flokk.

 

Fjórgangur - opinn flokkur

1. holl: Svanhvít Gísladóttir og Stirnir frá Leirum

1. holl: Nadine Elisabeth Walter og Skíma frá Norðurási

2. holl: Styrmir Sæmundsson og Dóri frá Fremri-Gufudal

2. holl: Hrefna Rós Lárusdóttir og Jarl frá Reykhólum

3. holl: Svala Svavarsdóttir og Gjöf frá Stóra-Múla

3. holl: Signý Hólm Friðjónsdóttir og Ljúfur frá Ásum

4. holl: Hlynur Þór Hjaltason og Jaðar frá Hamraendum

4. holl: Guðmundur Margeir Skúlason og Rjóð frá Hallkelsstaðahlíð

5. holl: Inga Heiða Halldórsdóttir og Næk frá Miklagarði

 

Fjórgangur - barnaflokkur

1. holl: Arndís Ólafsdóttir og Álfadís frá Magnússkógum

2. holl: Katrín Einarsdóttir og Mylla frá Spágilsstöðum

2. holl: Aron Mímir Einarsson og Sleipnir frá Hróðnýjarstöðum

 

Fjórgangur - unglingaflokkur

1. holl: Laufey Fríða Þórarinsdóttir og Skutla frá Hvítadal

 

Fjórgangur - ungmennaflokkur

1. holl: Svandís Lilja Stefánsdóttir og Arnar frá Skipanesi

1. holl: Elísa Katrín Guðmundsdóttir og Þokki frá Sælingsdal

2. holl: Hrönn Jónsdóttir og Þorri frá Lindarholti

 

Fimmgangur - opinn flokkur

1. holl: Guðmundur Margeir Skúlason og Fannar frá Hallkelsstaðahlíð

1. holl: Signý Hólm Friðjónsdóttir og Vinur frá Hallsstöðum

2. holl: Lárus Ástmar Hannesson og Magni frá Lýsuhóli

2. holl: Styrmir Sæmundsson og Halla frá Fremri-Gufudal

3. holl: Guðmundur Margeir Skúlason og Gangskör frá Hallkelsstaðahlíð

3. holl: Svanhvít Gísladóttir og Lukka frá Lindarholti

4. holl: Hlynur Þór Hjaltason og Fáni frá Breiðabólsstað

5. holl: Inga Heiða Halldórsdóttir og Freyfaxi frá Breiðabólsstað

6. holl: Hrefna Rós Lárusdóttir og Sól frá Reykhólum

6. holl: Svandís Lilja Stefánsdóttir og Prins frá Skipanesi

7. holl: Styrmir Sæmundsson og Þórdís frá Hvammsvík

7. holl: Guðmundur Margeir Skúlason og Bára frá Lambastöðum

 

Tölt - barnaflokkur

1. holl: Eysteinn Fannar Eyþórsson og Spá frá Spágilsstöðum

1. holl: Aron Mímir Einarsson og Sleipnir frá Hróðnýjarstöðum

2. holl: Katrín Einarsdóttir og Mylla frá Spágilsstöðum

2. holl: Arndís Ólafsdóttir og Álfadís frá Magnússkógum

 

Tölt - unglingaflokkur

1. holl: Laufey Fríða Þórarinsdóttir og Skutla frá Hvítadal

2. holl: Laufey Fríða Þórarinsdóttir og Stefán frá Hvítadal

 

Tölt - ungmennaflokkur

1. holl: Svandís Lilja Stefánsdóttir og Arnar frá Skipanesi

1. holl: Hrönn Jónsdóttir og Seifur frá Miklagarði

 

Tölt - opinn flokkur

1. holl: Svala Svavarsdóttir og Menja frá Spágilsstöðum

1. holl: Inga Heiða Halldórsdóttir og Næk frá Miklagarði

2. holl: Styrmir Sæmundsson og Þórdís frá Hvammsvík

2. holl: Eyþór Jón Gíslason og Vatnadís frá Vatni

3. holl: Hrefna Rós Lárusdóttir og Jarl frá Reykhólum

3. holl: Guðmundur Margeir Skúlason og Bára frá Lambastöðum

4. holl: Ágústa Rut Haraldsdóttir og Ágústínus frá Sauðafelli

4. holl: Signý Hólm Friðjónsdóttir og Vinur frá Hallsstöðum

5. holl: Svanhvít Gísladóttir og Lukka frá Lindarholti

5. holl: Nadine Elisabeth Walter og Skíma frá Norðurási

6. holl: Hlynur Þór Hjaltason og Jaðar frá Hamraendum

6. holl: Svala Svavarsdóttir og Gjöf frá Stóra-Múla

7. holl: Eyþór Jón Gíslason og Werner frá Vatni

7. holl: Guðmundur Margeir Skúlason og Gangskör frá Hallkelsstaðahlíð

8. holl: Styrmir Sæmundsson og Halla frá Fremri-Gufudal

 

100 m skeið

  1. Lárus Ástmar Hannesson og Magni frá Lýsuhóli
  2. Svanhvít Gísladóttir og Ófeigur frá Klettholti
  3. Styrmir Sæmundsson og Skjóni frá Stapa
  4. Guðmundur Margeir Skúlason og Fannar frá Hallkelsstaðahlíð
  5. Inga Heiða Halldórsdóttir og Freyfaxi frá Breiðabólsstað
  6. Hlynur Þór Hjaltason og Fáni frá Breiðabólsstað

Aðalfundur Hrossaræktarsambands Vesturlands

Fimmtudagur 28. apríl 2016

Aðalfundur Hrossaræktarsambands Vesturlands verður haldinn á Hótelinu í Borgarnesi þann 8. maí n.k. og hefst kl. 20:30. Á dagskrá verða almenn aðalfundarstörf. Farið verður yfir stóðhesta sumarsins og starfið sem framundan er á árinu. Allir velkomnir!

Pub-quiz og ferðalag

Þriðjudagur 28. apríl 2016

Það verður pub quiz í Dalakoti með trúbadúrívafi fimmtudagskvöldið 28. apríl. Dagskráin hefst kl. 20:30.
Pizzatilboð: 1.500 kr. og tilboðskaldur líka á kantinum
Mætum nú öll í quizzztuði…

 

Svo er skemmtinefndin líka að leggja drög að því að farið verði í dagsferð laugardaginn 4. júníí næstkomandi en það verður nánar auglýst síðar.

Opið íþróttamót Glaðs laugardaginn 30. apríl

Þriðjudagur 26. apríl 2016

Hestaíþróttamót Glaðs fer fram á reiðvellinum í Búðardal laugardaginn 30. apríl og hefst keppni stundvíslega klukkan 10:00. Mótið er opið félögum í hestamannafélögum í LH.

 

Dagskrá:

Knapafundur í reiðhöllinni kl. 09:30

Forkeppni hefst kl. 10:00:

Fjórgangur: opinn flokkur V2, barnafl. V5, unglingafl. V2 og ungmennafl. V2
Fimmgangur F2: opinn flokkur
Tölt T7: barnaflokkur
Tölt T3: unglingaflokkur, ungmennaflokkur, 2. flokkur og 1. flokkur

Úrslit:

Fjórgangur: opinn flokkur, barnafl., unglingafl. og ungmennafl.
Fimmgangur: opinn flokkur
Pollaflokkur, frjáls aðferð
Tölt: barnaflokkur, unglingafl., ungmennafl. og opinn flokkur

100 m skeið (flugskeið)

Takið eftir:

 

Skráningar:
Skráning er í Skráningakerfi SportFengs eins og venjulega. Síðasti skráningadagur er fimmtudagurinn 28. apríl. Sama gildir um greiðslu skráningagjalda en gjaldið er 1.500 krónur í barna-, unglinga- og ungmennaflokk en 2.500 kr. í fullorðinsflokka. Pollar eru skráðir á mótsstað eða með tölvupósti til Svölu eða Þórðar. Það er ekkert skráningagjald í pollaflokkinn. Aðstoð við skráningar veita:
Svala í 861 4466 eða budardalur@simnet.is

Þórður í 893 1125 eða thoing@centrum.is

Staðan í stigakeppninni

Fimmtudagur 21. apríl 2016

Þá er aðeins eitt mót eftir í stigakeppni vetrarins en það er íþróttamótið okkar eftir rúma viku. Því er rétt að líta nú á stöðuna í stigakeppninni.

 

Í einstaklingskeppninni er Friðjón Kristinn Friðjónsson efstur í barnaflokki með 20 stig, Laufey Fríða Þórarinsdóttir efst í unglingaflokki með 18 stig og í ungmennaflokki er Hrönn Jónsdóttir efst með 18 stig. Í opnum flokki er keppni nokkuð hörð en efst stendur núna Svanhvít Gísladóttir með 38 stig.

 

Það kemur svo sennilega engum á óvart að í liðakeppninni er vestur (eða norður-) liðið langefst en liðið er nú með 305 stig. Búðardalsliðið kemur næst með 89 stig og svo suður-liðið með 54 stig.

 

Stigakeppni vetrarins má skoða betur hér.

Rásraðir vetrarleikanna á morgun

Föstudagur 15. apríl 2016

Fjórgangur V2 opinn flokkur:

1. holl: Svala Svavarsdóttir og Spá frá Spágilsstöðum

1. holl: Inga Heiða Halldórsdóttir og Næk frá Miklagarði

2. holl: Styrmir Sæmundsson og Dóri frá Fremri-Gufudal

2. holl: Margrét Guðbjartsdóttir og Þór frá Miklagarði

3. holl: Lena Katrine Fejborg og Yddari frá Svarfhóli

3. holl: Svanhvít Gísladóttir og Stirnir frá Leirum

4. holl: Heiðrún Sandra Grettisdóttir og Blævar frá Svalbarða

5. holl: Sjöfn Sæmundsdóttir og Bubbi frá Breiðabólsstað

6. holl: Málfríður Mjöll Finnsdóttir og Sprettur frá Tjarnarlandi

6. holl: Svala Svavarsdóttir og Gjöf frá Stóra-Múla

7. holl: Þórður Ingólfsson og Snillingur frá Búðardal

7. holl: Eyþór Jón Gíslason og Vatnadís frá Vatni

 

Fjórgangur V5 barnaflokkur:

1. holl: Arndís Ólafsdóttir og Álfadís frá Magnússkógum

1. holl: Friðjón Kristinn Friðjónsson og Amor frá Vorsabæjarhjáleigu

 

Fjórgangur V2 unglingaflokkur:

1. holl: Þórey Anna Friðjónsdóttir og Ljúfur frá Ásum

1. holl: Laufey Fríða Þórarinsdóttir og Stefán frá Hvítada

 

Fjórgangur V2 ungmennaflokkur:

1. holl: Hrönn Jónsdóttir og Demantur frá Lindarholti

1. holl: Þóranna Hlíf Gilbertsdóttir og Kolbakur frá Syðri-Reykjum

 

Fimmgangur F2 opinn flokkur:

1. holl: Signý Hólm Friðjónsdóttir og Vinur frá Hallsstöðum

1. holl: Styrmir Sæmundsson og Þórdís frá Hvammsvík

2. holl: Sjöfn Sæmundsdóttir og Þróttur frá Lindarholti

2. holl: Ágústa Rut Haraldsdóttir og Ágústínus frá Sauðafelli

3. holl: Svanhvít Gísladóttir og Lukka frá Lindarholti

3. holl. Heiðrún Sandra Grettisdóttir og Ögn frá Hofakri

4. holl: Styrmir Sæmundsson og Halla frá Fremri-Gufudal

 

Tölt pollaflokkur:

Skráð á staðnum

 

Tölt T7 barnaflokkur:

1. holl: Arndís Ólafsdóttir og Álfadís frá Magnússkógum

2. holl: Friðjón Kristinn Friðjónsson og Lýsingur frá Kílhrauni

2. holl: Katrín Einarsdóttir og Mylla frá Spágilsstöðum

 

Tölt T3 unglingaflokkur:

1. holl: Þórey Anna Friðjónsdóttir og Ljúfur frá Ásum

1. holl: Laufey Fríða Þórarinsdóttir og Stefán frá Hvítadal

 

Tölt T3 ungmennaflokkur:

1. holl: Þóranna Hlíf Gilbertsdóttir Kolbakur frá Syðri-Reykjum

 

Tölt T3 opinn flokkur:

1. holl: Styrmir Sæmundsson Halla frá Fremri-Gufudal

1. holl: Svala Svavarsdóttir og Spá frá Spágilsstöðum

2. holl: Signý Hólm Friðjónsdóttir og Vinur frá Hallsstöðum

2. holl: Eyþór Jón Gíslason og Messa frá Votmúla 2

3. holl: Svanhvít Gísladóttir og Lukka frá Lindarholti

3. holl: Heiðrún Sandra Grettisdóttir og Keimur frá Kanastöðum

4. holl: Inga Heiða Halldórsdóttir og Næk frá Miklagarði

4. holl: Styrmir Sæmundsson og Dóri frá Fremri-Gufudal

5. holl: Ágústa Rut Haraldsdóttir og Ágústínus frá Sauðafelli

5. holl: Sjöfn Sæmundsdóttir og Bubbi frá Breiðabólsstað

6. holl: Þórður Ingólfsson og Kveðja frá Hofsstöðum

6. holl: Svala Svavarsdóttir og Gjöf frá Stóra-Múla

7. holl: Eyþór Jón Gíslason og Werner frá Vatni

7. holl: Margrét Guðbjartsdóttir og Þór frá Miklagarði

8. holl: Styrmir Sæmundsson og Þórdís frá Hvammsvík

 

100 m flugskeið:

  1. Heiðrún Sandra Grettisdóttir og Ögn frá Hofakri
  2. Svanhvít Gísladóttir og Vignir frá Hásæti
  3. Styrmir Sæmundsson og Skjóni frá Stapa

Sýning í reiðhöllinni 15. apríl

Þriðjudagur 12. apríl 2016

Börn á námskeiği Börnin sem nú eru á reiðnámskeiði hjá Sjöfn Sæmundsdóttur ætla að hafa sýningu í reiðhöllinni núna næsta föstudag, 15. apríl, þ.e. daginn fyrir vetrarleikana. Sýningin hefst kl. 18:00. Þrír hópar barna ætla að sýna okkur listir okkar og hvað þau hafa verið að læra hjá Sjöfn. Við hvetjum alla til að koma í reiðhöllina og fylgjast með: foreldra, systkini, afa og ömmur, frænkur og frændur, nágranna og bara hreint alla því við munum öll hafa gaman af þessu!

 

 

 

 

 

 

Fara efst á síðu

(..)

 

 

 

Hestamannafélagið Glaður, Sunnubraut 7, 370 Búðardal. Tölvupóstur: Formaður | Vefstjóri