Reiðleiðir: 3. Langavatnsdalur

 

Leiđ 3: Langavatnsdalur Leiđ 3: Langavatnsdalur  

Af leið 2 er farið fram Hörðudal annað hvort að Hóli og Seljalandi eða inn að Tungu. Frá Tungu eða Seljalandi er riðið fram Laugardal, yfir Sópandaskarð og suður Langavatnsdal. Þegar komið er rétt norðan við Langavatn er um tvær leiðir að ræða.

 

Hægt er að fara austan megin niður með vatninu, að leitarkofa Borghreppinga að Torfhvalastöðum og svo áfram veg suður að Svignaskarði í Stafholtstungum. Frá Seljalandi í Svignaskarð eru 41 km og þar af 25,5 km í Torfhvalastaði.

 

Hinn möguleikinn er að fara vestan megin við Langavatn og er þá farin vegslóði yfir Langavatnsmúla og komið að leitarkofa Álfthreppinga við Sandvatn. Þaðan eru svo nokkrir möguleikar eftir því hvert stefnt er. Úr Seljalandi í Álfthreppingakofa eru 31 km. Yfirleitt gista ferðamenn í öðrum leitarkofanum eftir því hvor leiðin er farin og er gisting pöntuð á skrifstofu Borgarbyggðar.

GPS ferill: Austan Langavatns og yfir Sópandaskarð. Hér var ekki riðinn vegurinn frá Svignaskarði Torfhvalastaði heldur farið frá Jafnaskarði inn Grímsdal og þaðan svokallaða Rangala yfir að Beilárvöllum skammt frá Torfhvalastöðum.

 

GPS ferill: Yfir Langavatnsmúla (þ.e. vestan Langavatns) og Sópandaskarð. Hér var farið frá Munaðarnesi í Álfthreppingakofa. Úr Laugardal var farið á eyrum Hörðudalsár að Hóli og svo vegur í Blönduhlíð.

 

Bláar leiðir eru aðalleiðir, rauðar leiðir aukaleiðir og grænar þar sem ríða þarf á akvegi. Heil lína er teiknuð nákvæmlega, yfirleitt eftir GPS ferli en rofin lína er ekki nákvæm. Kort birt með leyfi frá Garmin á Ísklandi, Samsýn og Landmælingum Íslands.

 

Við hvetjum hestamenn til að skipuleggja ferðir sínar í samráði við landeigendur og bendum á lög og reglur þar að lútandi, sjá nánar hér.

 

1.
Búðardalur - Nesoddi
29.
Hálsagötur
2.
Kambsnes og Lækjarskógsfjörurr
30.
Ljárskógar - Brunngilsdalur
3.
Langavatnsdalur
31.
Ljárskógar - Hróðnýjarstaðir
4.
Langavatnsdalur - Hítarvatn um Mjóadal
32.
Búðardalur - Svarfhóll
5.
Hítardalsleið (yfir Svínbjúg)
33.
Sölvamannagötur
6.
Fossavegur
34.
Hólmavatnsheiði
7.
Flatnavegur
35.
Svarfhóll - Smyrlhóll
8.
Heydalsvegur
36.
Um Hvammssveit, Fellsströnd og Klofning
9.
Rauðamelsheiði
37.
Sælingsdalsheiði
10.
Sátuhryggjarvegur
38.
Skerðingsstaðir - Skeggöxl
11.
Gamli Skógarstrandarvegurinn
39.
Hvammur - Skeggöxl
12.
Hreppstjóravegur
40.
Hofakur - Skeggöxl
13.
Litli-Langidalur - Skógarstrandarvegur
41.
Fellstrandarvegur - Skeggöxl
16.
Reykjadalur - Norðurárdalur um Sanddal
42.
Sælingsdalur - Skeggöxl - Búðardalur
17.
Brattabrekka, gamla leiðin
43.
Skarðið
18.
Haukadalur - Reykjadalur eða Sanddalur
44.
Villingadalur - Galtardalur
19.
Haukadalsskarð
45.
Hallsstaðir - Skeggöxl
20.
Haukadalur - Fornihvammur
46.
Stóra-Tunga - Hallsstaðir um Galtardal
21.
Prestagötur
47.
Svínaskógur - Staðarfell
22.
Litla-Vatnshorn - Kirkjuskógur
48.
Með Flekkudalsá
23.
Saurstaðaháls
49.
Dagverðarnes
24.
Haukadalur - Sanddalur
51.
Hvolsdalur - Brunngilsdalur
27.
Með Miðá
52.
Snartartunguheiði
28.
Búðardalur - Ljárskógar
53.
Krossárdalur

 

 

Hestamannafélagið Glaður, Sunnubraut 7, 370 Búðardal. Tölvupóstur: Formaður | Vefstjóri